Ætla ekki að handtaka Gaddafi

Múammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu. Aðildarríki Afríkubandalagsins ætla ekki að framfylgja …
Múammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu. Aðildarríki Afríkubandalagsins ætla ekki að framfylgja handtökuskipuninni á hendur Gaddafi. Reuters

Afríkuþjóðir ætla ekki að framfylgja handtökuskipun sem gefin var út af Alþjóða sakamáladómstólnum á hendur Gaddafi Líbíuleiðtoga.  Þetta kom fram á fundi Afríkubandalagsins sem haldinn var í Miðbaugs-Gíneu í dag, föstudag.

Afríkubandalagið leggur áherslu á að friðsamleg lausn verði fundin á átökunum í Líbíu. Í ákvörðun Afríkubandalagsins, þess efnis að virða handtökuskipunina að vettugi, kemur fram að handtökuskipunin komi beinlínis í veg fyrir pólitískar lausnir. 

Ákvörðun Afríkubandalagsins er sviðuð þerri sem bandalagið tók árið 2009. Þá neitaði bandalagið að framfylgja handtökuskipan Alþjóða sakamáladómstólsins á hendur Omar al-Bashir sem var ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Darfur héraði í Súdan. 

Handtökuskipunin á hendur Gaddafi var gefin út síðastliðinn mánudag. Þá var sömuleiðis gefin út handtökuskipun á hendur syni Gaddafis, Seif al-Islam og Abdullah al-Senussi, yfirmanni leyniþjónustu Líbíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert