Blair var pirraður á Karli

Karl hefur verið sá meðlimur konungsfjölskyldunnar sem hvað mest hefur …
Karl hefur verið sá meðlimur konungsfjölskyldunnar sem hvað mest hefur tjáð sig um pólitísk hitamál. Drottningin tekur aldrei afstöðu í slíkum málum. Reuter

Karl Bretaprins sendi Tony Bla­ir ít­rekað löng handskrifuð bréf um viðkvæm póli­tísk mál­efni sem for­sæt­is­ráðherr­an­um fyrr­ver­andi þótti afar óviðeig­andi. Þetta kem­ur fram í dag­bókar­færsl­um fyrr­um upp­lýs­inga­full­trúa Bla­ir, Al­asta­ir Camp­bell, sem birt voru í The Guar­di­an í dag.

Bla­ir átti reglu­lega einka­sam­töl við Karl sem hann mat mik­ils en hon­um þótti erf­ingi krún­unn­ar stund­um ganga of langt í yf­ir­lýs­ing­um sín­um og af­skipta­semi varðandi póli­tísk mál­efni. 

Meðal þeirra póli­tísku mála sem Karl tjáði sig um op­in­ber­lega í valdatíð Bla­ir voru erfðabreytt mat­væli og refa­veiðar. Eina dag­bókar­færsl­una má skilja svo að Bla­ir hafi þótt af­skipti prins­ins svo ergi­leg að hann hafi minnst á það við drottn­ing­una, móður hans.

„TB hitti drottn­ing­una og virðist ekki hafa lagt hart að henni varðandi Karl en hann var hund­fúll,“ stóð í færsl­unni.

„Tony Bla­ir kunni að meta einka­sam­töl sín og Karls og virðir þann rétt sem Karl hef­ur til að tjá sig um mik­il­væg mál­efni,“ sagði Camp­bell við Guar­di­an.

„En á þessu tíma­bili virt­ist fjöl­miðlat­eymi Karls vera virkt í því að and­mæla stefnu stjórn­valda op­in­ber­lega, ekki bara hvað varðaði refa­veiðarn­ar, sem all­ir vissu að þeir voru ósam­mála um, held­ur líka varðandi erfðabreytt mat­væli, Kína og land­búnað.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert