Gætu misst heimilin

Ríkisstjórn Bretlands hyggst spara með því að skera niður í …
Ríkisstjórn Bretlands hyggst spara með því að skera niður í velferðarkerfinu. mbl.is/Brynjar Gauti

Um 40 þúsund fjölskyldur í Bretlandi gætu orðið heimilislausar í kjölfar niðurskurðar í breska velferðarkerfinu. Með niðurskurðinum getur breska ríkið sparað um 270 milljónir sterlingspunda í framlög.

Niðurskurðaráætlanir gera ráð fyrir lægri fjárframlögum til fjölskyldna. Svo gæti farið að margir geti ekki greitt húsaleigu vegna þess.

Gagnrýnendur hafa lýst yfir áhyggjum vegna áhrifa sem hugsanlegur niðurskurður getur haft á börn.

Þetta er þó tvíbent sverð fyrir ríkisstjórnina því ljóst er að fjölgun heimilislausra mun hafa annars konar kostnað í för með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert