Olíubrák á náttúruperlu

Olíubrák litar nú hluta Yellowstone árinnar í suðurhluta Montana í Bandaríkjunum.  Áin, sem þykir ein sú fallegasta í Bandaríkjunum, verður nú hreinsuð.

Olíuleiðsla  Exxon Mobile sem liggur undir árbotni Yellowstone árinnar á kafla brast á föstudaginn var. Meira en 100 íbúar þorpsins Laurel, sem er í nágrenni lekans, urðu að yfirgefa heimili sín. Þeir hafa fengið að snúa aftur heim.

Embættismenn eru að rannsaka orsök bilunar pípunnar. Ekki er vitað hvað mikil olía lak út í umhverfið. Yellowstone áin er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og er ein besta silungsveiðiáin í Bandaríkjunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert