Stuðningsmenn Thaksin Shinawatra, hins útlæga fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, unnu mikinn sigur í kosningum þar í landi í dag. Sigurinn þykir merkilegur en tvö átakamikil ár eru frá því honum var steypt af stóli í valdaráni hersins.
Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra, viðurkenndi ósigur og óskaði stjórnarandstöðunni til hamingju. Yngsta systir Thaksins, Yingluck Shinawatra, fór fyrir stjórnarandstöðunni í kosningabaráttunni. Hún verður væntanlega fyrsta konan sem verður forsætisráðherra í Taílandi.
Þegar um 97% atkvæða höfðu verið talin hafði Puea Thai flokkur Shinawatra fengið meirihluta þingsæta eða 263 sæti af 500. Það var mun meira en Lýðræðisflokkur Abhisit sem fékk 161 sæti, samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn.