Evrópska matvælastofnunin segir, að grunur leiki á að rekja megi kólígerlasýkingu í Þýskalandi og Frakklandi nýlega til fenugreekfræja frá Egyptalandi en fenugreek (grikkjasmári) er kryddjurt og fræ hennar eru notuð í náttúrulyf.
Stofnunin segir, að tiltekinn farmur grikkjasmárafræja, sem látin hafa verið spíra, sé líklegasta tengingin milli kólígerlasýkinga í löndunum tveimur.