Myrtu unnusta dóttur sinnar

Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt hjón í tíu ára fangelsi fyrir morð á unnusta dóttur þeirra árið 2005. Voru þau fundin sek um morðið þrátt fyrir að sonur þeirra hafi setið í fjögur ár í fangelsi fyrir morðið eftir að hafa játað að hafa myrt unnusta systur sinnar.

Sonur Raoof Ataei og Leyla Ataei, Abdulmajid, var sautján ára er hann játaði á sig morðið. Hann segist hafa gert það til þess að vernda foreldra sína. Hann var í dæmdur í 16 mánaða fangelsi en þarf ekki að afplána þar sem hann hefur eytt fjórum árum bak við lás og slá.

Er morðið álitið svokallað sæmdarmorð en bæði fórnarlambið og morðingjarnir eru frá Afganistan.

Fannst pilturinn, Abbas Rezai, látinn á heimili fjölskyldunnar. Hafði hann verið barinn með járnstöng og hafnaboltakylfu auk þess sem heitri olíu hafði verið hellt yfir hann. Fundust fingraför hjónanna á matarolíuflöskunni, samkvæmt frétt Dagens Næringsliv. 

Var Rezai tvítugur er hann var myrtur en fólkið bjó allt í bænum Högsby.

Hjónunum verður vísað úr landi er þau hafa lokið afplánun en þau neita því að hafa myrt piltinn. Segja þau að sonur þeirra hafi breytt framburði sínum þar sem hann vilji dvelja áfram í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Anna Dóra Gunnarsdóttir: Ha?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert