Segir Færeyjar stefna í sambandsslit

Hjónin Sólrún Jákupsdóttir og Lars Løkke Rasmussen en Sólún er …
Hjónin Sólrún Jákupsdóttir og Lars Løkke Rasmussen en Sólún er færeysk. mbl.is/Dagur

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, hefur skrifað Kaj Leo Holm Johannesen, lögmanni Færeyja, bréf og segir þar að nýjar tillögur um færeyska stjórnarskrá stríði gegn stjórnarskrá danska ríkisins. Taki þessar tillögur gildi jafngildi það slitum á ríkjasambandi Dana og Færeyinga.

Í bréfinu segir Rasmussen, að danska dómsmálaráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að þótt breytingar verði gerðar á færeysku tillögunni myndi hún samt skapa óvissu um grunnatriði ríkjasambandsins. Leggur danski forsætisráðherrann til að þeir Johannesen eigi fund um málið.  

Unnið hefur verið að gerð nýrrar færeyskrar stjórnarskrár undanfarin níu ár og hefur færeyska lögþingið reynt að koma til móts við fyrri gagnrýni Dana.  Í maí samþykkti þingið þannig endurskoðaða tillögu, með 15 atkvæðum gegn 14, sem átti að tryggja að Færeyingar verði áfram í ríkjasambandi við Dani. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert