BP vill hætta að borga

Svartur reykur yfir Mexíkóflóa eftir að sprenging varð í olíuborpalli …
Svartur reykur yfir Mexíkóflóa eftir að sprenging varð í olíuborpalli BP. Reuters

Olíu­fé­lagið BP vill fá heim­ild til að hætta að greiða bæt­ur til þeirra sem urðu fyr­ir áfalli vegna olíulek­ans á Mexí­kóflóa. Í skýrslu frá fé­lag­inu seg­ir að áhrif lek­ans á um­hverfi séu mun minni en reiknað var með.

Í skýrsl­unni seg­ir að ferðaþjón­usta á svæðinu sé í mikl­um blóma, búið sé að opna öll veiðisvæði á fló­an­um og mjög góð rækju­veiði sé úr fló­an­um.

Töl­ur styðji ekki að ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki hafi orðið fyr­ir því tjóni sem lagt var til grund­vall­ar þegar bæt­urn­ar voru ákveðnar.

Olíulek­inn á Mexí­kóflóa, sem BP bar ábyrgð á, er mesta ol­íu­slys sem um get­ur. Ell­efu menn fór­ust þegar spreng­ing varð í ol­íu­palli og olía tók að leka úr olíu­lind­inni. Fé­lag­inu var gert að bera kostnað af hreins­un ol­í­unn­ar og jafn­framt var því gert að greiða bæt­ur til þeirra sem urðu fyr­ir tjóni.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert