„Ríkisstjórn Líbíu mun ekki falla, hún er byggð á þjóðinni en ekki á Gaddafi,“ sagði Muammar Gaddafi, forseti Líbíu, í ávarpi sem hann dreifði til stuðningsmanna sinna í dag.
Hann sagði að NATO ætti að hætta að ráðast á hersveitir hans. „NATO hefur rangt fyrir sér, ef það heldur að það geti velt ríkisstjórn þessa lands,“ sagði Gaddafi ennfremur í skilaboðunum sem voru hljóðrituð og dreift til stuðningsmanna hans.
Uppreisnarmenn herjuðu á hersveitir Gaddafis úr tveimur áttum í dag. Að sögn NATO hafa sveitir hans tvær borgir vestur af Tripoli á valdi sínu.
„Okkar eina von er að berjast á móti. Við erum á heimavelli og erum ekki hrædd við stríðsvélar ykkar,“ sagði Gaddafi við stuðningsmenn sína.