Ætla að skattleggja þá sem menga

Andstæðingar tillagananna hafa efnt til mótmæla í Ástralíu.
Andstæðingar tillagananna hafa efnt til mótmæla í Ástralíu. Reuters

Ríkisstjórn Ástralíu hefur kynnt áform um að skattleggja þau fyrirtæki sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum. Áformin fela í sér að fyrirtækin þurfa að greiða 25 dollara á hvert tonn sem sleppt er út í andrúmsloftið.

Þessum tillögum er lýst sem meiriháttar stefnubreytingu af hálfu stjórnvalda í Ástralíu, en losun gróðurhúsalofttegunda er þar ein sú hæsta í heiminum á hvern mann.

Öll fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári verður gert að greiða skattinn. Reiknað er með að tillögurnar komi til með að hafa áhrif á um 500 fyrirtæki. Samkvæmt tillögunum verður skatturinn lagður á 1. júlí 1012. Sérfræðingar telja að verðlag í Ástralíu hækki um 1% þegar tillögurnar taka gildi.

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt tillögur, en Julia Gillard forsætisráðherra segir skattlagninguna nauðsynlega. „Við þurfum að verðleggja gróðurhúsalofttegundir og stuðla að sjálfbærri orkunotkun í framtíðinni,“ sagði hún.

Um 80% af rafmagni sem framleitt er í Ástralíu er framleitt með kolum og Ástralía flytur út mikið af kolum, að því er fram kemur í frétt BBC.

Andstæðingar tillagananna hafa efnt til mótmæla í Ástralíu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert