Sakaður um að reka afhommunarmiðstöð

Michele Bachmann hefur boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna.
Michele Bachmann hefur boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. JEFF HAYNES

Michele Bachmann, sem boðið hefur sig fram til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, sætir nú gagnrýnir vegna þess að fullyrt er að eiginmaður hennar hafi rekið ráðgjafaþjónustu sem m.a. miðaði að því að afhomma samkynhneigt fólk.

Sjónvarpsstöðin ABC News fjallaði um þetta mál í gær. Þar kom fram að Marcus Bachmann hefði um tíma rekið ráðgjafafyrirtæki. Einn af þeim sem gengist hefur undir meðferð þar sagði að meðferðin hafi gengið út á að lesa biblíuna og biðja til guðs um að sjúklingurinn yrði ekki lengur hommi. Maðurinn sagði að í bæninni hefði guð verið beðinn um fyrirgefningu gegn loforði um að hann hætti að vera samkynhneigður.

Fleiri menn komu fram í þættinum og höfðu svipaða sögu að segja.  Marcus Bachmann hefur neitað því að hafa staðið fyrir starfsemi af þessu tagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert