Tremonti flýtti heimför

Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, sést hér yfirgefa fund fjármálaráðherra ESB …
Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, sést hér yfirgefa fund fjármálaráðherra ESB í Brussel í morgun. Reuters

Giulio Tremonti, fjár­málaráðherra Ítal­íu, fór af fundi koll­ega sinna í Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) áður en fund­in­um lauk. Hann kvaðst þurfa að fara heim til að vinna að niður­skurðaráætl­un. 

„Ég sný aft­ur til Róm­ar til að ljúka niður­skurðaráætl­un minni,“ sagði Tremonti við blaðamenn þegar hann yf­ir­gaf fund fjár­málaráðherra frá öll­um 27 aðild­ar­ríkj­um ESB. Þeir ræddu leiðir til að forðast þá hættu vegna skuldakreppu sem nú steðjar að Ítal­íu og evr­unni.

Ítalska stjórn­in kynnti fyrr í þess­um mánuði niður­skurðaráætl­un til fjög­urra ára upp á 40 millj­arða evra. Skulda­vandi Ítal­íu er nýj­asta ógn­in við evru­svæðið og hluta­bréf féllu um meira en 4% á markaði í Mílanó við opn­un í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert