Augljóst brot á Schengen-sáttmála

Danskir tollverðir skoða bíl á landamærum Þýskalands og Danmerkur í …
Danskir tollverðir skoða bíl á landamærum Þýskalands og Danmerkur í Frøslev. Reuters

Tveir danskir lagaprófessorar segja í dag, að hert landamæraeftirlit danskra stjórnvalda sé augljóst brot á Schengen-sáttmála Evrópusambandsins. Komi málið til kasta Evrópudómstólsins muni Danir án efa tapa því.

„Schengen-sáttmálinn segir skýrt, að ekki megi draga úr hraða ökutækja vegna landamæraeftirlits," segja þeir Carsten Willemoes Jørgensen og  Karsten Engsig Sørensen í grein í blaðinu Berlingske Tidende. Þeir eru báðir prófessorar við Árósaháskóla.

Þegar myndir, sem birtar hafa verið af landamæraeftirlitinu, eru skoðaðar sést að þetta eftirlit brýtur greinilega í bága við Schengen." 

Dönsk stjórnvöld hertu eftirlit á landamærastöðvum við Þýskaland og Svíþjóð. Danir segja að markmiðið sé að koma í veg fyrir smygl á fíkniefnum og öðrum vörum og það sé í samræmi við Schengen-sáttmálann að skoða bíla tilviljanakennt.

Evrópusambandið hefur hins vegar gagnrýnt aðgerðirnar og segja að vel verði fylgst með framkvæmd dönsku reglnanna til að tryggja að þær brjóti ekki Evrópureglur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka