Fiskar brátt aðeins á myndum

Maria Damanaki ræðir við mann í fiskgervi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins …
Maria Damanaki ræðir við mann í fiskgervi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel í dag.

Sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins segir, að ef ekki verða gerðar breytingar á sjávarútvegsstefnu sambandsins verði aðeins hægt að veiða með sjálfbærum hætti úr 8 fiskistofnum af 136  sem veiddir eru í lögsögu ESB. 

„Með öðrum orðum: Ef við gerum ekki grundvallarbreytingar nú mun hver fiskistofninn á eftir öðrum hverfa," sagði Maria Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB. Sagði hún að hætta væri á að evrópsk börn muni í framtíðinni aðeins sjá fisk á myndum en ekki á matardiskum. 

Damanaki kynnti í dag nýjar tillögur um breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Er þeim ætlað að koma í veg fyrir ofveiði og koma fiskistofnum í sjálfbært horf eftir fjögur ár.

Ein af tillögunum er að banna brottkast en Damanaki sagði, að allt að 60% af afla í sumum tegundum væri nú hent aftur í sjóinn.  

Þá á að koma á kvótakerfi með framseljanlegum kvótum þar sem hægt er að selja kvóta skipa sem eru lengri en 12 metrar. Aðeins verður hægt að framselja kvóta með þessum hætti innan sama lands.  

Framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt tillögurnar en þær fara nú til umfjöllunar hjá Evrópuþinginu og ráðherraráði Evrópusambandsins.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert