Halda áfram hvalveiðum á Suðurheimsskautinu

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Japanir ætla að senda hvalveiðiskip sín aftur til veiða á Suðurheimsskautssvæðinu í ár eins og fyrri ár samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Vangaveltur hafa verið um það undanfarið hvort ekkert yrði af því þetta árið einkum í ljósi aðgerða umhverfisverndarsinna, fjárhagsvandræða og nýrra hafréttarreglna.

En fulltrúi Japans á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem nú stendur yfir, Joji Morishita, staðfesti við BBC að ekki stæði til að annað en að veiðar færu fram í ár eins og áður.

Samtökin Sea Shepherds, sem urðu þess valdandi að Japanir urðu að hætta hvalveiðum sínum á svæðinu fyrr en áætlað hafði verið á síðasta ári og sem sökktu hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn árið 1986, hafa einnig tilkynnt að þau muni mæta á svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert