Þúsundir mótmælenda mættu á Tahrir torgið í höfuðborg Egyptalands, Kaíró, í dag fimmta daginn í röð til þess að mótmæla því að ráðamenn drægju lappirnar í að rétta yfir fyrrum forseta landsins, Hosni Mubarak, og ýmsum embættismönnum sem sakaðir eru um spillingu og að hafa látið drepa þátttakendum í mótmælunum sem fram fóru í borginni fyrr á árinu.
Egypski herinn hefur beðið mótmælendur um að halda ró sinni og ítrekað loforð um að afhenda völdin í landinu til borgaranna.