Sakar NATO um stríðsglæpi

Ríkissaksóknari í Líbíu sakar NATO um stríðsglæpi.
Ríkissaksóknari í Líbíu sakar NATO um stríðsglæpi. Reuters

Ríkissaksóknari í Líbíu segir að 1.100 hafi látist í loftárásum NATO á landið síðan í marsmánuði og að 4.500 hafi særst.

Mohamed Zekri Mahjubi sagði við erlenda blaðamenn í dag að hann hygðist kæra framkvæmdastjóra NATO, Anders Fogh Rasmussen, fyrir líbískum dómstólum. Hann sakar NATO um „stríðsglæpi.“

Mahjubi sakaði til viðbótar Rasmussen um að reyna að drepa leiðtoga Líbíu, Gaddafi, um meðvitaðar árásir gegn saklausum borgurum og barnamorð.

Þá sakaði hann framkvæmdastjóra NATO um að reyna að fella ríkisstjórn Líbíu til að koma uppreisnarmönnum að undir eigin stjórn með það að markmiði að yfirtaka völdin í olíuríkinu Líbíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert