Sakar NATO um stríðsglæpi

Ríkissaksóknari í Líbíu sakar NATO um stríðsglæpi.
Ríkissaksóknari í Líbíu sakar NATO um stríðsglæpi. Reuters

Rík­is­sak­sókn­ari í Líb­íu seg­ir að 1.100 hafi lát­ist í loft­árás­um NATO á landið síðan í mars­mánuði og að 4.500 hafi særst.

Mohamed Zekri Mahju­bi sagði við er­lenda blaðamenn í dag að hann hygðist kæra fram­kvæmda­stjóra NATO, And­ers Fogh Rasmus­sen, fyr­ir líb­ísk­um dóm­stól­um. Hann sak­ar NATO um „stríðsglæpi.“

Mahju­bi sakaði til viðbót­ar Rasmus­sen um að reyna að drepa leiðtoga Líb­íu, Gaddafi, um meðvitaðar árás­ir gegn sak­laus­um borg­ur­um og barnamorð.

Þá sakaði hann fram­kvæmda­stjóra NATO um að reyna að fella rík­is­stjórn Líb­íu til að koma upp­reisn­ar­mönn­um að und­ir eig­in stjórn með það að mark­miði að yf­ir­taka völd­in í ol­íu­rík­inu Líb­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert