Um 700 lögreglumenn reknir

Mótmælendur hafa haldið áfram að þrýsta á herstjórnin í Egyptalandi …
Mótmælendur hafa haldið áfram að þrýsta á herstjórnin í Egyptalandi að taka á spillingu. Reuters

Nærri 700 yfirmenn í lögreglu í Egyptalandi verða á næstu vikum leystir frá störfum vegna aðildar þeirra í því að berja niður mótmæli í landinu fyrr á þessu ári. Fjöldi manns féll í þessum aðgerðum.

Ákvörðun um þetta er tekin í kjölfar fjölmennra mótmæla á Tahrir torgi, en mótmælendur hafa m.a. krafist þess að lögreglumenn séu dregnir fyrir rétt og tekið sé á við spillingu sem viðgengist hafi í forsetatíð Hosni Mubarak.

Fyrr í dag var tilkynnt að þingkosningum í Egyptalandi yrði frestað. Kosningarnar áttu að fara fram í september, en nú er stefnt að því að þær fari fram í október eða nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert