Dómstóll í Luleå í Svíþjóð fann í dag áttræðan karlmann sekan um að hafa nauðgað konu á áttræðisaldri og beitt hana öðrum kynferðislegum þvingunum.
Fram kemur á vef blaðsins Dagens Nyheter, að fólkið sé á öldrunarheimili og að konan þjáist af alvarlegum elliglöpum.
Maðurinn hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm en tekið var tillit til aldurs og slæms heilsufars hans. Hann var dæmdur til að greiða konunni 100 þúsund sænskar krónur í bætur, jafnvirði um 1,8 milljóna króna.