Henrik Høegh, matvælaráðherra Danmerkur sem fer með landbúnaðarmál, er fremstur í biðröðinni þegar kemur að útborgun landbúnaðarstyrkja, að því er Politiken greinir frá.
Høegh á jörð á Lálandi og er fyrrverandi varaformaður samtakanna Dansk Landbrug.
Samkvæmt uppgjöri hans þáði hann samtals 5,7 milljónir danskra króna (127,2 milljónir ÍKR) í landbúnaðarstyrki á árunum 2001-2011 á verðlagi 2011. Í fyrra fékk Høegh styrk upp á 413.140 DKR (rúmlega 9,2 milljónir ÍKR).
Uppgjörið kom eftir að ráðherrann tilkynnti í gær að skuldir dansk landbúnaðar hafi vaxið um 80% frá árinu 2002. Þá voru skuldir dansks landbúnaðar 165 milljarðar DKR (3.682 milljarðar ÍKR) en voru orðnar 298 milljarðar DKR (6.651 milljarður ÍKR) árið 2009.