Fremstur í styrkjaröðinni

Henrik Høegh, matvælaráðherra Danmerkur sem fer með landbúnaðarmál, er fremstur í biðröðinni þegar kemur að útborgun landbúnaðarstyrkja, að því er Politiken greinir frá.

Høegh á jörð á Lálandi og er fyrrverandi varaformaður samtakanna Dansk Landbrug.

Samkvæmt uppgjöri hans þáði hann samtals 5,7 milljónir danskra króna (127,2 milljónir ÍKR) í landbúnaðarstyrki á árunum 2001-2011 á verðlagi 2011. Í fyrra fékk Høegh styrk upp á 413.140 DKR (rúmlega 9,2 milljónir ÍKR).

Uppgjörið kom eftir að ráðherrann tilkynnti í gær að skuldir dansk landbúnaðar hafi vaxið um 80% frá árinu 2002. Þá voru skuldir dansks landbúnaðar 165 milljarðar DKR (3.682 milljarðar ÍKR) en voru orðnar 298 milljarðar DKR (6.651 milljarður ÍKR) árið 2009. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert