Átök í mótmælum í Jórdaníu

Átök brutust út í mótmælum í Jórdaníu í dag.
Átök brutust út í mótmælum í Jórdaníu í dag. Reuters

16 særðust í átök­um í borg­inni Amm­an í Jórdan­íu í dag. Á meðal særðra voru lög­reglu­menn og frétta­menn en átök brut­ust út í mót­mæla­göngu á milli stjórn­ar­and­stæðinga og stuðnings­manna stjórn­ar­inn­ar. 

Lög­regl­an notaði kylf­ur til að stöðva átök­in en níu frétta­menn særðust í við aðgerðir lög­reglu. Þeir voru skýr­lega merkt­ir sem fjöl­miðlamenn og stóðu utan við átök­in. Þá særðust sjö lög­reglu­menn í átök­un­um.

Um 2000 mót­mæl­end­ur manns geng­ur frá Al-Hus­seini mosk­unni til ráðhúss borg­ar­inn­ar en þar mættu þeir hrundruðum stuðnings­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mót­mæli hafa farið vax­andi í Jórdan­íu en þau fyrstu hóf­ust í janú­ar. Mót­mæl­end­ur krefjast breyt­inga á rík­is­stjórn auk þess sem þeir vilja binda enda á spill­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert