Kínverjar vilja byggja lestarkerfi í Skandinavíu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is

Kínverskt verktakafyrirtæki hefur áhuga á að byggja upp háhraða lestarþjónustu í Skandinavíu samkvæmt norska dagblaðinu Dagens Næringsliv.

Samkvæmt mati fyrirtækisins, CMC, myndi kostnaðurinn við það vera á bilinu 70 til 80 milljónir norskra króna (um 1,5 til 1,7 milljarðar króna) að koma á slíkri þjónustu á milli Oslóar höfuðborgar Noregs, Gautaborgar í Svíþjóð og Kaupmannahafnar, höfuðborgar Danmerkur.

CMC er í eigu kínverska ríkisins og hefur tekið þátt í að byggja upp lestarsamgöngur víða um heim síðan árið 1989.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert