Rússnesk farþegaflugvél af gerðinni Tupolev-154 lenti neyðarlendingu í Barnaul í Síberíu í morgun eftir að vélarbilun kom upp í einum af þremur hreyflum vélarinnar. Vélin flaug í um 40 mínútur á tveimur hreyflum, þar til aðstæður sköpuðust til lendingar.
Engan af farþegunum sakaði. Ekki liggur fyrir hvað olli biluninni.
Um borð í vélinni voru 46 farþegar, auk níu manna áhafnar. Hún var á leiðinin frá Barnaul í Síberíu til Norilsk, sem er í norðurhluta Rússlands.
Flugvélin er sömu gerðar og vélin sem brotlenti í Rússlandi í apríl árið 2010, þar sem forseti Póllands, Lech Kaczynsk, var meðal farþega.
Á undanförnum mánuði hafa yfir 50 látist í tveimur flugslysum, þar sem flugvélar, sem framleiddar voru í Rússlandi, hröpuðu.