Gaddafi, Líbíuforseti, tilkynnti í dag að hann myndi aldrei yfirgefa land forfeðra sinna og þeirra sem látið hafa lífið fyrir hann.
„Þau kalla eftir því að ég stígi til hliðar. Hlægileg bón. Ég mun aldrei yfirgefa land forfeðra minna og þeirra sem hafa fórnað sér fyrir mig,“ sagði Gaddafi í ávarpi til bæjarbúa í þorpi um 50 kílómetra frá Trípólí.
„Ég er tilbúinn til að fórna mér fyrir mitt fólk og ég mun ekki yfirgefa landið sem er útatað blóði forfeðra minna sem hröktu burt ítalska og breska nýlenduherra.“
„Þessar rottur hafa tekið okkar fólk sem gísla í Benghazi og Misrata og nota það sem mannlega skildi. Fimm milljónir Líbýumanna munu streyma til bæjanna og frelsa þetta fólk um leið og skipunin er gefin,“ sagði Gaddafi í gær.