164 aftökur í Íran á árinu

Áhorfendur aftakanna lýstu ánægju sinni með refsinguna.
Áhorfendur aftakanna lýstu ánægju sinni með refsinguna. Reuter

Þrír karlmenn voru hengdir í Íran í dag eftir að hafa verið fundnir sekir um nauðganir en þeir höfðu einnig tekið glæpina upp á myndband til þess að nota til fjárkúgunnar.

Aftakan fór fram í borginni Kermanshah fyrir augum almennings og hafði margmenni safnast saman og kallaði slagorð dómskerfinu til hróss fyrir að taka slíka glæpamenn af lífi.

Fjöldi aftaka í Íran á þessu ári er nú kominn í 164 en samkvæmt opinberum tölum voru þær 179 á síðastliðnu ári.

Mannréttindasamtök segja þó fjölda aftaka á ári miklu hærri en yfirvöld í Tehran segja þær nauðsynlegar til að halda uppi lögum og reglu og einungis sé gripið til þeirra eftir ítarlegan málarekstur.

Morð, nauðgun, vopnað rán, eiturlyfjasmygl og hórdómur eru meðal þeirra glæpa þar sem viðurlögin eru aftaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert