Franskri snekkju, sem meinað var aðgengi að Gaza af ísraelska sjóhernum, er nú fylgt til Ashdod hafnarinnar í Ísrael. Um borð eru meðal annars stuðningsmenn Palestínu og fréttamenn.
Snekkjan, sem reyndi að ná til Gaza, var stöðvuð á úti alþjóðlegu hafsvæði og fylgt af bátum hersins til hafnar.
Herinn hefur tilkynnt að þeir sem um borð eru verða færðir til skýrslutöku hjá ísraelsku lögreglunni. Þaðan verða þeir fluttir í ísraelska innanríkisráðuneytið þar sem líklegt er að ákvörðun verður tekin um frávísun þeirra úr landi.
Herinn sagði jafnframt að engu ofbeldi hefði verið beitt þegar áhöfn og farþegum var gert að fara frá borði og yfir í bát sjóhersins. Það var gert nokkrum klukkustundum eftir að bátar hersins höfðu umkringt snekkjuna, sem merkt var frönskum fána, á alþjóðlegu hafsvæði.