Gríðarmikill sandbylur fór yfir borgina Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum í gær. Er þetta í annað skipti á innan við mánuði, sem slíkar náttúruhamfarir verða í borginni.
Sandrokið hafði mikil áhrif á samgöngur vegna þess að skyggni varð nánast ekkert og ökumenn sáu ekki veginn.
Sandskýið fór með um 48 km hraða yfir borgina í 914 metra hæð. Þessar myndir af skýinu náðust úr þyrlu.