Harðir bardagar geisa í Líbíu í dag líkt og að undanförnu. Einna harðastir voru þeir í og við borgina Misrata. Fjölmargir almennir borgarar hafa særst í árásunum og saka forsvarsmenn uppreisnarmanna hermenn Gaddafis um að skýla sér á bak við konur, börn og gamalmenni.
Á sama tíma heyrast fregnir frá Hvíta húsinu um að Gaddafi væri að missa tökin á ríki sínu og að hann væri á leið úr valdastóli. Sjálfur er hann kokhraustur og segir stuðningsmenn sína ná aftur töpuðu landi.