Móðir 15 mánaða gamals drengs, sem fannst látinn í gær, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald samkvæmt fréttatilkynningu frá dönsku lögreglunni. Drengurinn fannst í íbúð í Løgumkloster þar sem móðirin bjó ásamt unnusta sínum.
Móðirin tilkynnti málið til lögreglu. Bæði móðirin og unnusti hennar voru handtekin í kjölfarið og í morgun úrskurðaði dómstóll í Sønderborg þau í gæsluvarðhald.
Í réttarhaldinu kom fram að drengurinn hafði sætt misþyrmingum. Hann hafði m.a. höfuðkúpubrotnað og fengið innvortis blæðingar.
Sjá frétt á vef Jyllandsposten.