Kynlíf á skrifstofu OECD

Strauss-Kahn er giftur maður en kona hans, Anne Sinclair, sést …
Strauss-Kahn er giftur maður en kona hans, Anne Sinclair, sést hér í bakgrunninum. Reuter

Dom­in­ique Strauss-Khan-hneykslið tók nýja og óvænta stefnu í dag þegar móðir Trista­ne Banon, franska blaðamanns­ins sem hef­ur sakað Strauss-Kahn um að hafa reynt að naugða sér, upp­ljóstraði því að hún hefði sjálf haft sam­ræði við mann­inn.

Fransk­ir fjöl­miðlar hafa sagt frá því í dag að Anne Man­souret, kjör­inn full­trúi sósí­al­ista­flokks­ins, sama flokks og Strauss-Kahn til­heyr­ir, hafi átt „ástar­fund“ með Strauss-Kahn á einni skrif­stofu OECD árið 2000 þegar hann starfaði fyr­ir stofn­un­ina.

Tíma­ritið L´Express hafði raun­ar sagt frá þessu í síðustu viku en Man­souret, 65 ára, staðfesti í fjöl­miðlum í dag að til­vikið hefði átt sér stað en vildi ekki fara út í smá­atriði. Hún sagði þetta bara hafa gerst einu sinni.

Dótt­ir henn­ar seg­ir Strauss-Kahn hafa gert til­raun til að naugða sér árið 2003 þegar hún tók viðtal við hann fyr­ir bók sem hún vann að. Móðir henn­ar hef­ur viður­kennt að hún hvatti dótt­ur sína til þess að leita ekki rétt­ar síns af ótta við að ella yrði blaðamann­ferli henn­ar lokið.

Strauss-Kahn seg­ir ásak­an­ir Banon ímyndaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert