Kynlíf á skrifstofu OECD

Strauss-Kahn er giftur maður en kona hans, Anne Sinclair, sést …
Strauss-Kahn er giftur maður en kona hans, Anne Sinclair, sést hér í bakgrunninum. Reuter

Dominique Strauss-Khan-hneykslið tók nýja og óvænta stefnu í dag þegar móðir Tristane Banon, franska blaðamannsins sem hefur sakað Strauss-Kahn um að hafa reynt að naugða sér, uppljóstraði því að hún hefði sjálf haft samræði við manninn.

Franskir fjölmiðlar hafa sagt frá því í dag að Anne Mansouret, kjörinn fulltrúi sósíalistaflokksins, sama flokks og Strauss-Kahn tilheyrir, hafi átt „ástarfund“ með Strauss-Kahn á einni skrifstofu OECD árið 2000 þegar hann starfaði fyrir stofnunina.

Tímaritið L´Express hafði raunar sagt frá þessu í síðustu viku en Mansouret, 65 ára, staðfesti í fjölmiðlum í dag að tilvikið hefði átt sér stað en vildi ekki fara út í smáatriði. Hún sagði þetta bara hafa gerst einu sinni.

Dóttir hennar segir Strauss-Kahn hafa gert tilraun til að naugða sér árið 2003 þegar hún tók viðtal við hann fyrir bók sem hún vann að. Móðir hennar hefur viðurkennt að hún hvatti dóttur sína til þess að leita ekki réttar síns af ótta við að ella yrði blaðamannferli hennar lokið.

Strauss-Kahn segir ásakanir Banon ímyndaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert