Steinaldarerótík í Þýskalandi

Vísindamenn hafa uppgötvað fyrstu myndskreytingar steinaldarmanna í Þýskalandi. Myndirnar sýna meðal annars naktar konur og kunna að hafa tengst tilraunum til þess að stuðla að aukinni frjósemi.

Myndskreytingarnar fundust í helli í nágrenni þýsku borgarinnar Bamberg en fornleifarannsóknir hafa staðið yfir áratugum saman á svæðinu. Talið er að þær séu allavega 12 þúsund ára gamlar og eru sem fyrr segir fyrstu myndskreytingar frá steinöld sem fundist hafa í Þýskalandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert