Ákærðir fyrir að aðstoða við skattsvik

Reuters

Bandarísk yfirvöld hafa kært þrjá fyrrum starfsmenn Credit Suisse og stofnanda svissnesks sjóðafyrirtækis fyrir að aðstoða efnaða Bandaríkjamenn við að svíkja undan skatti í Bandaríkjunum með því að leggja fé inn á svissneska leynireikninga.

Þrátt fyrir að bankinn sé ekki nefndur á nafn í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu leiða fjölmiðlar líkur að því að Credit Suisse sé um að ræða þar sem bankinn tilkynnti í síðustu viku að hann sætti rannsókn af hálfu bandarískra yfirvalda. Nafn hans er hins vegar ekki nefnt þar sem það er ekki bankinn sjálfur heldur fyrrum starfsmenn hans sem eru ákærðir.

Um þúsundir reikninga var að ræða og talið er að á þeim hafi verið um þrjár milljónir dala sem ekki voru gefnir upp til skatts. Rannsóknin nær aftur til ársins 2008. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert