Grikkir eiga að hætta með evru

Þýskir hagfræðingar telja margir að Grikkland eigi að hverfa úr …
Þýskir hagfræðingar telja margir að Grikkland eigi að hverfa úr evrusamstarfinu. mbl.is

Þýskir hagfræðingar gáfu tóninn þegar stjórnmálamenn í ESB mótuðu tillögur að lausn á vanda evrunnar, að sögn sænska útvarpsins (SR). Jürgen Gaulke, sem starfar við rannsóknamiðstöðina IFO í München telur að Grikkland eigi að fara úr evrusamstarfinu.

„Við teljum að það sé bara ein leið fyrir Grikkland og hún er að hverfa frá evrunni,“ hefur SR eftir Gaulke. Hagfræðingar við IFO og eins í þýska bankakerfinu telja það vera einu skynsamlegu lausnina. 

Gaulke telur að Grikkland hafi verið gjaldþrota í meira en ár og að björgunarpakkinn færi ekki neina framtíðarlausn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert