Breska lögreglan hefur útvíkkað rannsókn sína á símahlerunum fjölmiðla í Bretlandi í kjölfar rannsóknar á hlerunum fjölmiðla í eigu News, fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch. Hefur lögregla óskað eftir gögnum frá fyrri rannsókn á símahlerunum breskra dagblaða.
Meðal annars hefur verið óskað eftir gögnum á rannsókn á hlerunum einkaspæjara fyrir Daily Mail árið 2006.
Blöðin sem nú verða rannsökuð eru Daily Mail og People en þau hafa birt viðkvæmar upplýsingar um fræga einstaklinga.