„Hann skaut og skaut“

00:00
00:00

Elise, 15 ára göm­ul stúlka, faldi sig und­ir steini á Utøya meðan bys­sumaður­inn stóð uppi á stein­in­um og skaut á ung­menni. Hún sá marga fé­laga sína myrta, að sögn frétta­vefjar Ver­d­ens Gang.

Hún hringdi í for­eldra sína og hvíslaði í sím­ann meðan maður­inn skaut. Þau reyndu að róa hana. Elise sagðist hafa verið í föt­um í sterk­um lit­um og farið úr þeim til að dylj­ast bet­ur. 

Skotárás­in byrjaði eft­ir að unga­fólkið á æsku­lýðsmóti Verka­manna­flokks­ins hafði setið fund þar sem sagt var frá spreng­ing­unni í Osló. Fyr­ir utan stóð maður í lög­reglu­bún­ingi. Hann sagðist vera með mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar og bað fólk að koma til sín. Elise sá marga myrta því maður­inn skaut þau sem nálguðust hann.

Hún sagði að dvöl­in þar sem hún faldi sig und­ir stein­in­um hafi virst vera margra klukku­stunda löng. 

Maður­inn skaut fyrst á þau sem voru í landi. Sum þjöppuðu sér sam­an og þá skaut hann hóp­inn. „Svo skaut hann á alla sem lagst höfðu til sunds,“ sagði Elise. „Hann skaut og skaut.“

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert