Mikill léttir fyrir gríska hagkerfið

00:00
00:00

Sam­komu­lag, sem leiðtog­ar evru­ríkj­anna náðu í Brus­sel í gær um aðgerðir til að ná Grikklandi upp úr skulda­feni, er „mik­ill létt­ir" að sögn fjár­málaráðherra Grikk­lands.

„Þetta er mik­ill létt­ir fyr­ir gríska hag­kerfið," sagði  Evang­e­los Ven­ize­los, fjár­málaráðherra Grikkja, á blaðamanna­fundi í Brus­sel í morg­un. Ven­ize­los bætti við að starf­semi grískra banka væri nú tryggð. 

Í sam­komu­lagi leiðtoga evru­ríkj­anna felst að Grikk­land fær 159 millj­arða evra að láni til að end­ur­skipu­leggja op­in­ber­ar skuld­ir lands­ins. Evru­rík­in og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn mun veita Grikkj­um aðgang að 109 millj­arða evra  láns­fé og einka­bank­ar taka þátt í aðgerðunum með 50 millj­arða evra fram­lagi.

Samþykkt var einnig á fundi leiðtog­anna í gær, að gera þau láns­kjör, sem Írar og Portú­gal­ar nutu þegar þeir fengu fjár­hagsaðstoð, létt­bær­ari. Þá fær sér­stak­ur sjóður heim­ild til að kaupa rík­is­skulda­bréf á eft­ir­markaði. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert