Sagður vera hægriöfgamaður

Lögreglumenn á Utøya þar sem skotmaðurinn myrti mörg ungmenni.
Lögreglumenn á Utøya þar sem skotmaðurinn myrti mörg ungmenni.

Norðmaður­inn, sem er í haldi lög­reglu grunaður um að hafa staðið að baki sprengju­árás­inni í Osló í dag og skotárás á eynni Utøya, er í fé­lags­skap hægri öfga­manna á Aust­ur­landi Nor­egs, sam­kvæmt heim­ild­um TV2 sjón­varps­stöðvar­inn­ar.

Að sögn blaðsins VG heit­ir maður­inn And­ers Behring Brei­vik og er 32 ára. Er mynd af hon­um birt á vef blaðsins. Hann er sagður hafa verið skráður eig­andi tveggja hálf­sjálf­virkra skot­vopna, annað er Glock skamm­byssa. Vopnaðir lög­reglu­menn gerðu hús­leit í íbúð í fjöl­býl­is­húsi í vest­ur­hluta Ósló­ar þar sem maður­inn hef­ur búið ásamt móður sinni. 

Sagt er að lög­regl­an fari að öllu með gát því ótt­ast er að sprengj­ur kunni að finn­ast í hús­inu. Svein­ung Spon­heim, aðstoðarlög­reglu­stjóri, seg­ir ekki hægt að full­yrða um hvort maður­inn hafi verið einn að verki. 

Fram kom á vef VG í kvöld, að Brei­vik hafi hafi á spjallsíðum á net­inu lýst andúð á múslim­um og stuðningi við þjóðern­is­stefnu.

Maður­inn hef­ur búið í vest­ur­hluta Ósló­ar alla ævi en til­kynnti fyr­ir skömmu flutn­ing til Hed­mark fyr­ir norðan borg­ina. Hann hef­ur ekki komið við sögu norsku lög­regl­unn­ar og ekki verið í norska hern­um utan að gegna hefðbund­inni her­skyldu. 

Að sögn VG hef­ur maður­inn verið virk­ur á mörg­um spjallsíðum og lýst þar af­ger­andi skoðunum á norsk­um stjórn­mál­um, sem hann kall­ar þjóðern­is­hyggju. Hann hef­ur gagn­rýnt fjöl­menn­ing­ar­stefnu og lýst þeirri skoðun að þjóðfé­lags­bar­átt­an sé nú milli þjóðern­is­hyggju og alþjóðahyggju.

Þá hef­ur hann tjáð sig á sænsk­um sam­skipt­asíðum og sagt þar að hann telji að fjöl­miðlar hafi svikist und­an merkj­um með því að vera ekki nógu gagn­rýn­ir í garð íslam.

Á Face­book-síðu sinni seg­ist maður­inn vera fram­kvæmda­stjóri eig­in fyr­ir­tæk­is og hafi lagt stund á viðskipta- og trú­ar­bragðafræði. Eini skól­inn sem hann nefn­ir er versl­un­ar­skól­inn í Ósló.

Hann stofnaði eigið garðyrkju­fyr­ir­tæki árið 2009 og VG seg­ir, að hann hafi getað út­vegað mikið magn af áburði gegn­um það. Komið hef­ur fram í dag, að talið sé að sprengj­an, sem sprakk í Ósló, hafi verið búin til úr áburði. 

Þá er maður­inn sagður vera virk­ur í tölvu­leikj­um á net­inu, þar á meðal hlut­verka­leikn­um   World of Warcraft.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert