Norska ríkisútvarpið hefur nú eftir sjónarvottum, að þeir hafi séð allt að þrjátíu látna á Utøya eftir að maður, dulbúinn sem lögreglumaður, skaut á ungmenni sem þar voru í sumarbúðum ungliðasamtaka Verkamannaflokksins.
Hefur NRK eftir sjónarvottum, að fjöldi líka hafi verið í flæðarmálinu.
Lögregla hefur ekki staðfest að fólk hafi látið lífið á eyjunni. Á vef Uddeval sjúkrahússins í Ósló kemur fram, að fimm hafi verið fluttir þangað særðir frá eyjunni.