Alvara og áfall í Osló

Meðfylgjandi myndskeið var tekið í Osló í gær þegar sprengingin var nýafstaðin. Alvarleiki atburðarins og áfallið sem hann olli er greinilegt af myndunum.

Fólk hélt ró sinni þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu og manntjón.  Í dag var staðfest að sjö hefðu farist í sprengingunni í stjórnarráðshverfinu. Lögreglan handtók og ákærði Anders Behring Breivik fyrir sprenginguna og skotárás á ungmenni í kjölfarið.

Hann myrti að minnsta kosti 85 í sumarbúðum á eynni Útey.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert