Breivik játar fjöldamorð

Anders Behring Breivik hefur viðurkennt að bera ábyrgð á hryðjuverkunum.
Anders Behring Breivik hefur viðurkennt að bera ábyrgð á hryðjuverkunum.

And­ers Behring Brei­vik hef­ur viður­kennt að bera ábyrgð á hryðju­verk­un­um sem ollu dauða að minnsta kosti 92. Geir Lipp­estad, verj­andi Brei­viks greindi norska rík­is­út­varp­inu NRK frá þessu.

Brei­vik, sem er sakaður um að bera ábyrgð á fjölda­morðinu á Utøya og sprengju­árás­inni í stjórn­ar­ráðshverf­inu í Osló, ját­ar nú að hafa staðið að því að myrða 92. Verj­andi hans sagði að Brei­vik hafi játað verknaðinn.

Verj­and­inn vildi ekki greina frá því hvað skjól­stæðing­ur hans hefði sagt hon­um. Hann kvaðst eiga erfitt með að tjá sig um hvernig skjól­stæðingi hans þætti að hafa tekið svo margt fólk af lífi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert