Haraldur Noregskonungur, Sonja drottning og Hákon krónprins hittu í dag aðstandendur þeirra, sem létu lífið í skotárás á Utøya í gær.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, Knut Storberget, dómsmálaráðherra, Anne-Grete Strøm-Erichsen, heilbrigðisráðherra og Eskil Pedersen, leiðtogi ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins tóku á móti konungsfjölskyldunni í Sundvolden skammt frá Utøya eftir hádegið.