Paradís breyttist í helvíti

Björgunarmenn standa framan við hótel í Ósló þar sem ættingjar …
Björgunarmenn standa framan við hótel í Ósló þar sem ættingjar ungmennanna á Utøya dvöldu í nótt.

Jens Stolten­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, sagði á blaðamanna­fundi í Ósló í morg­un, að  Utøya, þar sem að minnsta kosti 84 ung­menni voru skot­in til bana í gær, hafi verið ung­mennap­ara­dís sem breytt hafi verið í hel­víti.

„Þetta er þjóðar­harm­leik­ur," sagði Stolten­berg og var greini­lega mjög brugðið. „Þetta er óskilj­an­leg mar­tröð. Nú þarf að styðja þá sem syrgja," sagði for­sæts­ráðherr­ann. Hann sagði að þetta væri versti glæp­ur, sem Norðmenn hefðu orðið vitni að frá síðari heims­styrj­öld.  

Utøya er lít­il eyja í Tyrif­irði í Hole í Buskerud. Ungliðahreyf­ing norska Verka­manna­flokks­ins fékk eyj­una að gjöf árið 1950 og hef­ur m.a. skipu­lagt þar ár­leg­ar sum­ar­búðir fyr­ir fé­lags­menn sína. Fram kom í gær að Ung­um jafnaðarmönn­um á Íslandi hefði boðist að senda full­trúa í sum­ar­búðirn­ar nú en af því varð ekki.

Talið er að um 560 ung­menni hafi verið á eyj­unni í gær þegar And­ers Behring Brei­vik, 32 ára Norðmaður, kom þangað vopnaður og skaut á alla sem fyr­ir hon­um urðu. Lög­regla staðfesti í morg­un að 84 hefðu fund­ist látn­ir á eyj­unni.

„Það er enn sár­ara, að þetta er staður þar sem ég hef verið á hverju ein­asta sumri frá ár­inu 1994. Það sem ég upp­lifði sem ung­mennap­ara­dís var breytt í hel­víti á nokkr­um klukku­stund­um," sagði Stolten­berg og bætti við að eng­inn þeirra, sem lifðu af á eyj­unni í gær yrði sam­ur aft­ur. 

Knut Stor­ber­get, dóms­málaráðherra Nor­egs, sagði á blaðamanna­fund­in­um í morg­un, að hættu­stigi vegna hryðju­verka­hættu hefði ekki verið breytt eft­ir árás­irn­ar í gær en umræða um slíkt héldi áfram. Norska rík­is­stjórn­in sat á fundi um málið fram á nótt.  

Auk þeirra, sem létu lífið á eyj­unni létu sjö lífið þegar sprengja sprakk við norsku stjórn­ar­ráðsbygg­ing­arn­ar í Ósló í gær. Stolten­berg sagði á fund­in­um, að sam­starfs­menn hans væru meðal hinna látnu.  Hann sagðist einnig þekkja marga, sem létu lífið á Utøya og for­eldra sumra.

Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra, og Anniken Huit­feldt, jafn­rétt­is­ráðherra, fóru snemma í morg­un til Sund­vollen til að ræða við þá sem voru á Utøya í gær. Stolten­berg ætl­ar þangað síðar í dag.

Jens Stoltenberg í Ósló í morgun.
Jens Stolten­berg í Ósló í morg­un.

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert