Lýsingar þeirra sem sluppu lifandi úr skotárásinni á Utöya í Noregi í gær eru hræðilegar. Unga fólkið hefur lýst skelfingunni sem greip um sig þegar ódæðismaður skaut félaga þeirra hvern á fætur öðrum.
Edvard Fornes, sem er 16 ára, lýsti því sem gerðist. „Vinur minn sá vinkonu sína skotna og fljóta bara í burtu.“ Lögreglan leitar enn þeirra sem kunn að hafa lifað hildarleikinn af.
„Sumir voru að borða, aðrir að hlaða símana sína. Ég var sofandi og sumir voru bara að spjalla og slappa af, svo allt í einu „púff“. Allar stelpurnar öskruðu og í hvert sem hann skaut öskruðu þær svo við fundum þær.“
Anders Behring Breivik, 32 ára Norðmaður er í haldi lögreglu, en verið er að rannsaka hvort fleiri tóku þátt í árásinni.
„Ég komst hratt út - út á skónum og hljóp í gegnum skótinn og að vatninu,“ sagði Erik Fornes.
Yfirvöld segja að þetta sé eitt versta fjöldamorðið á undanförnum árum.