Yfirmaður sprengjudeildar norsku lögreglunnar, Per Nergaard, telur að sprengjan sem sprakk í Ósló í gær hafi verið a.m.k. 500 kílógrömm að þyngd. Hann útilokar þó ekki að sprengjan hafi verið enn öflugri, að því er fram kemur á vefsíðu Verdens Gang
Ljóst þykir að sprengjan hafi verið staðsett í bifreið við stjórnarbyggingarnar í Ósló. Alls hafa 92 fundist látnir eftir árásirnar í Ósló og Útey og eru ellefu til tólf enn saknað.Að auki er fjöldi fólks alvarlega slasað í sjúkrahúsum í Ósló eftir árásirnar.
Sökum stærðar sprengjunnar telur Nergaard ekki útilokað að sprengjan hafi verið staðsett í vöru- eða sendibíl.
Enn er óljóst hvort Anders Behring Breivik hafi staðið einn að ódæðinu en vitnisburður margra þykir benda til að annar tilræðismaður hafi komið við sögu.