Vill skoða norræna öfgahópa

Merki Europol.
Merki Europol.

Europol hef­ur boðið Norður­lönd­un­um aðstoð við að kort­leggja öfga­hópa í lönd­un­um. Sænska út­varpið hef­ur eft­ir Søren Peder­sen, tals­manni Europol, að stofn­un­in vilji fá yf­ir­sýn til að sjá hvort vax­andi ógn stafi af öfga­hóp­um.

Europol hef­ur haft sam­band við lög­reglu­yf­ir­völd á Norður­lönd­un­um og boðið fram aðstoð sína. Pedeer­sen seg­ir að menn hug­leiði það að virkja hluta af viðbúnaði við hryðju­verk­um sem er fyr­ir hendi. Það er hóp­ur um 50 sér­fræðinga sem eru kallaðir til þegar brugðist er við hryðju­verk­um.

Sér­fræðinga­hóp­ur­inn mun þá vinna með starfs­hópi Europol  gegn hryðju­verk­um sem staðsett­ur er í höfuðstöðvun­um í Haag í Hollandi. Mark­miðið verður að greina mögu­lega ógn sem kann að stafa frá öfga­öfl­um í norður­hluta Évr­ópu.

Ekki er ljóst hvort hóp­ur­inn verður virkjaður að þessu sinni, en ákvörðun verður tek­in um það á næstu dög­um.

Europol mun hafa boðið Norðmönn­um sér­staka aðstoð, meðal ann­ars tækni­lega aðstoð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert