Mörg ungmennanna sem voru stödd í sumarbúðum á eyjunni Útey í nágrenni Oslóar í gær þegar skotárás var gerð á hana segjast sannfærð um að fleiri en einn maður kunni að hafa staðið fyrir henni að sögn norska dagblaðsins Verdens Gang.
Haft er meðal annars eftir Marius Helander Røset, sem var á Útey þegar árásin var gerð, að hann sé viss um að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis.
Sumir í hópi ungmennanna segjast hafa séð annan mann sem ekki var klæddur í lögreglubúning eins og Anders Behring Breivik sem nú er í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Hafa þeir lýst honum sem dökkhærðum, um 180 sentimetra háum og norrænum í útliti. Hann er sagður hafa haldið á skammbyssu og verið með riffil á bakinu.
Norska lögreglan sstaðfesti á blaðamannafundi í morgun að hugsanlegt væri að Breivik hafi átt sér vitorðsmenn. Verið væri að rannsaka það.