Kveikt var á kertum og blóm lögð framan við dómkirkjuna í Osló og víðar til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengjuárás og skotárás í Noregi á föstudaginn var. Biskup Íslands hefur hvatt til fyrirbæna fyrir norsku þjóðinni í guðsþjónustum hér á landi í dag.
Staðfest er að 92 hafi látist í árásunum á föstudag og enn er verið að leita þeirra sem er saknað. Margir hafa komið á torgið framan við dómkirkjuna í Osló með kerti, blóm og fána sem þeir hafa lagt þar á minningarreit. Hryðjuverkin eru þau verstu í sögu Noregs frá því í síðari heimsstyrjöldinni.
Lögreglan er enn að kanna hvort skotmennirnir í Útey geti hafa verið tveir að verki. Anders Behring Breivik undirbjó ódæðið vandlega eins og kemur fram í skrifum hans sem hafa verið birt.