Kosið í Norður-Kóreu

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu. Reuters

Íbúar Norður-Kóreu gengu til kosninga þar sem kosnir verða fulltrúar til héraðsstjórna. Búist er við einróma niðurstöðu í kosningunum, kommúnistaflokknum í vil.

Kosningarnar hófust klukkan níu að staðartíma og samkvæmt fjölmiðlum þar í landi ríkir sannkölluð hátíðar stemning.   

„Kjörstaðir eru yfirfullir prúðbúnum kjósendum sem bíða óþreyjufullir eftir að röðin komi að þeim. Margir hverjir dansa á kjörstöðum í takt við trommuslátt,“ er haft eftir fjölmiðlum í Norður-Kóreu.

Að sögn þeirra munu allir kjósendur sem sjá sér fært um að kjósa í dag veita kommúnistaflokknum atkvæði sitt. Má búast við rýflega 99 prósent fylgi í niðurstöðum kosninganna.  

Leiðtogi Norður -Kóreu, Kim Jong Il, fór á kjörstað í dag í höfuðborg landsins, Pyongyang. Með honum í för voru háttsettir embættismenn og erfinginn Jong Un.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert