Einnar mínútu þögn verður á mínútunni 12.00 á hádegi á morgun í Noregi og Svíþjóð. Jens Stoltenberg forsætisráðherra greindi frá þessu eftir fund með norsku konungshjónunum síðdegis í dag.
Minningarbók verður í sal háskólans í Ósló og munu konungshjónin rita fyrst nöfn sín og forsætisráðherrann þar á eftir. Einnig verður hægt að skrá nafn sitt í minningarbókina á netinu, að því er segir í Dagbladet.